United gerði grönnum sínum stóran grikk (myndskeið)

Titilvonir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hanga á bláþræði eftir 2:1-sigur Manchester United í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Með sigrinum fór Manchester United upp í Evrópusæti og er liðið búið að vinna Tottenham og Manchester City í tveimur síðustu leikjum sínum. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is