Enn fatast Tottenham flugið (myndskeið)

Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir markalaust jafntefli gegn Watford á Vicarage Road í dag.

Lundúnaliðið er átta stigum frá Meistaradeildarsæti og virðist ansi bitlaust án fyrirliðans Harry Kane sem er frá vegna meiðsla. Watford er aftur á móti rétt fyrir ofan fallsæti og þarf einnig að fara hala inn stig.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is