Úlfarnir kaupa lykilmann af Barcelona

Leonardo Campana er orðinn leikmaður Wolves.
Leonardo Campana er orðinn leikmaður Wolves. Ljósmynd/@Wolves

Enska knattspyrnufélagið Wolves hefur fest kaup á hinum 19 ára gamla framherja Leonardo Campana. Ekvadorinn gerir þriggja og hálfs árs samning við Wolves. 

Campana hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður hjá SC Barcelona í heimalandinu. Þá hefur framherjinn leikið fjóra landsleiki fyrir A-landslið Ekvador. Campana varð markahæsti leikmaður U20 ára keppni Suður-Ameríku á síðasta ári. 

„Ég hef fylgst vel með Wolves síðan liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina og ég hef notið þess að fylgjast með liðinu. Ég er spenntur að fá að taka þátt og gera allt sem ég get fyrir Wolves-fjölskylduna,“ sagði Campana í samtali við heimasíðu Wolves. 

mbl.is