Sá markahæsti gæti spilað í næstu viku

Jamie Vardy fær aðhlynningu í leiknum gegn West Ham á …
Jamie Vardy fær aðhlynningu í leiknum gegn West Ham á þriðjudaginn þar sem hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. AFP

Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, gæti spilað á ný næsta þriðjudag þegar Leicester sækir Aston Villa heim í seinni undanúrslitaleik liðanna í deildabikarnum.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, sagði á fréttamannafundi í dag að meiðsli sem Vardy varð fyrir á dögunum væru ekki eins slæm og óttast hefði verið. Hann hefði ekki tognað aftan í læri.

Vardy verður ekki með Leicester gegn Brentford í ensku bikarkeppninni á morgun. „Við vonum að hann verði klár á þriðjudaginn þótt það sé ekki víst, en hann verður í fullri vinnu með sjúkrateyminu okkar um helgina," sagði Rodgers.

Vardy hefur skorað 17 mörk fyrir Leicester í deildinni á tímabilinu, einu marki meira en næsti maður sem er Sergio Agüero hjá Manchester City.

mbl.is