Gylfi og félagar hefja óvenjulega helgi

Óvenjuleg helgi í enska fótboltanum er runnin upp því nú er gert vetrarfrí í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Það þýðir þó ekki að allt liggi niðri því fríinu er skipt á milli liðanna og átta lið mætast í fjórum leikjum um þessa helgi.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga fyrsta leikinn gegn Crystal Palace á Goodison Park klukkan 12.30 í dag. Dagskráin er annars þessi og Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Sport fer yfir hana á meðfylgjandi myndskeið:

Laugardagur:
12.30 Everton - Crystal Palace
17.30 Brighton - Watford

Sunnudagur:
14.00 Sheffield United - Bournemouth
16.30 Manchester City - West Ham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert