Ný dagsetning fyrir leik City og West Ham

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City fá West …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City fá West Ham í heimsókn 19. febrúar næstkomandi. AFP

Manchester City tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 19. febrúar á Etihad-vellinum í Manchester en þetta staðfestu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Leikurinn átti að fara fram á sunnudaginn síðasta en vegna veðurs var ákveðið að fresta honum um óákveðinn tíma. Nú er ljóst að hann mun fara fram 19. febrúar en leikurinn er hluti af 26. umferð deildarinnar.

mbl.is