United sannfærandi á heimavelli (myndskeið)

Manchester United er komið í fimmta sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu eft­ir ör­ugg­an sig­ur gegn Wat­ford á Old Trafford í Manchester í dag, 3:0. 

Manchester United er nú með 41 stig í fimmta sæti deild­ar­inn­ar og hef­ur eins stigs for­skot á bæði Totten­ham og Sheffield United sem eru í sjötta og sjö­unda sæt­inu. Wat­ford er hins veg­ar í vond­um mál­um í nítj­ánda og næstneðsta sæt­inu með 24 stig, tveim­ur stig­um frá ör­uggu sæti.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is