Óvæntur sigur botnliðsins

Norwich vann óvæntan sigur á Leicester.
Norwich vann óvæntan sigur á Leicester. AFP

Norwich vann í kvöld afar óvæntan 1:0-heimasigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir sigurinn er Norwich enn í botnsæti deildarinnar. 

Leicester var sterkari aðilinn stærstan hluta leiks, en það voru heimamenn sem komust yfir á 70. mínútu með marki Jamal Lewis. Leicester-menn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en það tókst ekki og botnliðið fagnaði. 

Norwich er nú með 21 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Leicester er í þriðja sæti með 50 stig. 

mbl.is