Breytt umhverfi hjá Chelsea (myndskeið)

Chelsea vann öruggan 4:0-sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Billy Gilmour átti góðan leik á miðjunni hjá Chelsea en hann er aðeins 18 ára gamall. 

Ungir leikmenn hafa fengið að spreyta sig í auknum mæli síðan Frank Lampard tók við liðinu fyrir tímabilið og hefur það reynst vel. 

Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar á Vellinum á Símanum sport og þeir ræddu Gilmour og aðra unga leikmenn liðsins. 

Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is