Liverpool og Arsenal fylgjast með ungum Frakka

Evan Ndicka í leik með Frankfurt.
Evan Ndicka í leik með Frankfurt. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Liverpool og Arsenal hafa áhuga á Evan Ndicka, tvítugum Frakka sem leikur með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Þá hafa Valencia, Sevilla og AC Milan og Inter í Mílanó einnig fylgst með leikmanninum unga. 

Ndicka hefur verið einn besti ungi miðvörðurinn í Þýskalandi á tímabilinu og hefur frammistaða hans vakið mikla athygli. Ndicka kom til Frankfurt frá Auxerre í heimalandinu fyrir tveimur árum og hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands. 

Leikmaðurinn hefur verið í byrjunarliðinu í 14 leikjum með Frankfurt á leiktíðinni og þá hefur hann leikið vel með þýska liðinu í Evrópudeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert