Tuttugu stigahæstu lið Englands frá upphafi

Arsenal og Liverpool voru ekki með á fyrstu árum ensku …
Arsenal og Liverpool voru ekki með á fyrstu árum ensku deildakeppninnar en eru samt tvö stigahæstu lið efstu deildar frá upphafi. AFP

Liverpool er það félag sem hefur fengið flest stig í efstu deild ensku knattspyrnunnar frá stofnun hennar árið 1888.

Sky Sports hefur tekið saman stigafjölda liðanna í deildinni frá upphafi og þar kemur fram að Liverpool er með 166 stiga forskot á Arsenal sem er í öðru sæti en Everton, Manchester United og Aston Villa eru í næstu þremur sætum.

Ef tuttugu stigahæstu lið sögunnar myndu skipa úrvalsdeildina í dag myndi hún líta þannig út, heildarstig liðanna fyrir framan:

6921 Liverpool
6755 Arsenal
6592 Everton
6403 Manchester United
5922 Aston Villa
5286 Manchester City
5091 Tottenham
5082 Chelsea
4885 Newcastle
4560 Sunderland
4065 WBA
3702 Blackburn
3692 Bolton
3552 Sheffield Wednesday
3475 Wolves
3303 Derby
3296 Sheffield United
3160 West Ham
3065 Middlesbrough
3061 Leeds

Sjö af þessum liðum hafa leikið í deildakeppninni frá og með fyrsta tímabilinu, 1888-89, en það eru Aston Villa, Wolves, Blackburn, Bolton, WBA, Everton og Derby.

Tólf af þessum liðum skipa úrvalsdeildina í dag, sex leika í B-deildinni en tvö eru í C-deild á yfirstandandi tímabili, Sunderland og Bolton.

Næstu fimm lið upp í deildina væru eftirtalin:

3035 Burnley
2949 Nottingham Forest
2917 Stoke
2755 Birmingham
2627 Leicester

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert