Leeds ræddi við Zlatan

Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic AFP

Enska knattspyrnufélagið Leeds, sem spilar í B-deildinni þar í landi, ræddi við sænska knatt­spyrnumanninn Zlat­an Ibra­himovic í félagsskiptaglugganum í janúar.

Svíinn, sem er einn vinsælasti knattspyrnumaður undanfarinna ára, ákvað að lokum að snúa aftur til AC Milan á Ítalíu frá LA Galaxy í Bandaríkjunum en eigandi Leeds segist hafa rætt við kappann.

„Hann hefði getað gefið okkur þennan auka kraft,“ sagði Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, í viðtali við Sky á Ítalíu. „Ég ræddi við hann, en hann var heiðarlegur og sagðist vilja fara til AC Milan.“

Leeds er á toppi B-deildarinnar þegar sex leikir eru eftir og reynir nú að komast upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 16 ár. Öllum leikjum á Englandi hefur verið aflýst til 30. apríl hið minnsta vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert