Liverpool gæti orðið meistari á hlutlausum velli

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar …
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu. AFP

Þegar úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur göngu sína á ný 17. júní munu flestir leikir fara fram fyrir luktum dyrum á leikvöngum félaganna en lögreglan í Bretlandi hefur óskað eftir því að nokkrir ákveðnir leikir fari fram á hlutlausum vettvangi.

Liverpool þarf aðeins tvo sigra úr þeim níu leikjum sem eftir eru til að tryggja titilinn og einn þeirra er leikur Manchester City og Liverpool sem lögreglan óskar að fara frami á hlutlausum velli til að auðvelt sé að tryggja að fólk mæti ekki og brjóti gegn reglum um samkomubann.

Leikirnir sem lögreglan vill að séu færðir:
Manchester City - Liverpool
Manchester City - Newcastle
Manchester United - Sheffield United
Newcastle - Liverpool
Everton - Liverpool

Þá kemur einnig fram í tilkynningu lögreglunnar að það sé hreinlega ekki æskilegt að Liverpool tryggi úrvalsdeildartitilinn á Anfield.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert