Afar sannfærandi City-sigur í endurkomunni

Kevin De Bruyne skorar annað mark Manchester City.
Kevin De Bruyne skorar annað mark Manchester City. AFP

Manchester City vann afar sannfærandi 3:0-sigur á Arsenal í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum fór City upp í 60 stig og er nú 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. 

City var búið að fá nokkur fín færi áður en Raheem Sterling skoraði loks fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Kláraði hann þá vel eftir herfileg mistök varamannsins David Luiz. Fram að því hafði City verið mun sterkari aðilinn en Berndt Leno stóð vaktina í marki Arsenal vel. 

Luiz gerði sig sekan um önnur mistök á 50. mínútu er hann missti Riyad Mahrez framhjá sér og togaði hann niður í teignum í kjölfarið. City fékk víti og Luiz fór út af með rautt spjald. Kevin De Bruyne tók vítið og skoraði af öruggi. 

City hélt áfram að stjórna ferðinni og varamaðurinn Phil Foden skoraði þiðja markið í uppbótartíma er hann tók frákastið eftir að Leno hafði varið frá Sergio Agüero. Fleiri urðu mörkin ekki og City fagnaði sannfærandi sigri. 

Úrslitin þýða að Liverpool getur ekki tryggt sér titilinn með sigri á Everton næstkomandi sunnudag. 

Man. City 3:0 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti ellefu mínútur í uppbótartíma eftir þessi meiðsli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert