Loksins, loksins gat Liverpool fagnað (myndskeið)

Það hefur mikið vatn unnið til sjávar síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari í fótbolta, en liðið gat loks fagnað enska meistaratitlinum í fyrsta skipti frá árinu 1990 í kvöld. 

Í meðfylgjandi myndskeiði er farið hratt yfir þá þrjá áratugi sem stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða á milli meistaratitla. 

Sjón er sögu ríkari en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is