Af hverju ætti einhver að vilja yfirgefa Liverpool?

Andrew Robertson
Andrew Robertson AFP

Andrew Robert­son, bakvörður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool, trúir því ekki að nokkur leikmaður vilji yfirgefa félagið sem varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Sjálfur er Skotinn ekki á förum í bráð.

„Það er ekki til betra lið í heiminum akkúrat núna en Liverpool, af hverju ætti einhver okkar að vilja fara?“ spurði Robertson í viðtali við talkSPORT. „Þetta félag er sérstakt og ég vil hvergi annarsstaðar vera. Fjölskyldan mín elskar að vera hérna, rétt eins og ég.“

Robertson hefur undanfarið árið orðið heims-, Evrópu- og Englandsmeistari með Liverpool en hann segir leikmenn liðsins hungraða í meiri árangur. „Við erum ungt lið og við verðum að bæta við fleiri titlum næstu fimm árin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert