Fékk ekki að fara til Man. United í fyrra

James Rodríguez.
James Rodríguez. AFP

Knattspyrnumaðurinn James Rodríguez hefur haft augastað á því að spila fyrir Manchester United allan sinn feril og missti af tækifæri til þess í fyrra þegar félag hans Real Madríd hafnaði tilboði frá Englandi.

Kólumbíumaðurinn hefur verið samningsbundinn á Spáni frá 2014 en hann spilaði tvö tímabil með Bayern München sem lánsmaður. Um tíma sögu fjölmiðlar frá því að hann myndi fara til United í skiptum fyrir Paul Pogba sem myndi þá ganga til liðs við Real en ekkert varð úr skiptunum síðasta sumar.

„Ég hef dáðst að Manchester United frá barnsaldri, leikmönnum eins og Rio Ferdinand, Ryan Giggs og Paul Scholes. Mig langaði að fara til United í fyrra en það gerðist ekki. Real stöðvaði það.“

mbl.is