Komnir langt frá fallsætunum

Leandro Trossard hjá Brighton skorar hjá Tim Krul markverði Norwich.
Leandro Trossard hjá Brighton skorar hjá Tim Krul markverði Norwich. AFP

Brighton er langt komið með að tryggja sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir útisigur á botnliðinu Norwich í dag, 1:0.

Belginn Leandro Trossard skoraði sigurmarkið fyrir Brighton á 25. mínútu eftir sendingu frá Aaron Mooy.

Brighton er komið með 36 stig í 15. sætinu, er sex stigum á undan West Ham sem er í sextánda sæti og er níu stigum fyrir ofan fallsætin þar sem Aston Villa og Bournemouth sitja ásamt Norwich, sem er neðst sem fyrr með aðeins 21 stig.

mbl.is