Einn efnilegasti leikmaður Liverpool framlengir

Curtis Jones hefur gert nýjan samning við Liverpool.
Curtis Jones hefur gert nýjan samning við Liverpool. AFP

Hinn 19 ára gamli Curtis Jones hefur gert nýjan langtíma samning við Liverpool. Kemur Jones úr unglingastarfi Liverpool og hefur verið hjá félaginu allan ferilinn. 

Jones lék sinn fyrsta deildarleik með Liverpool er hann kom inn á sem varamaður í 3:0-sigri á Bournemouth í desember og þá skoraði hann afar fallegt sigurmark gegn Everton í bikarnum í næsta mánuði. 

Var hann yngsti fyrirliðinn í sögu félagsins er hann leiddi liðið út í endurtekinn leik gegn Shewsbury á Anfield í fjórðu umferð enska bikarsins. Hefur hann alls spilað níu leiki með Liverpool og skorað tvö mörk. 

Þá hefur Jones leikið með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Englands. 

mbl.is