Glæsimörk í nágrannaslagnum (myndskeið)

Toby Alderweireld reyndist hetja Tottenham þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Tottenham Hotspur-völlinn í London í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Tottenham en Alderweireld skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu með laglegum skalla eftir hornspyrnu Son Heung-Min.

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir strax á 16. mínútu með frábæru skoti, utan teigs, en Son Heung-Min jafnaði metin fyrir Tottenham, þremur mínútum síðar, með fallegri vippu.

Leikur Tottenham og Arsenal var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Toby Alderweireld fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Toby Alderweireld fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP
mbl.is