Hugarfar liðsins óásættanlegt

Carlo Ancelotti var pirraður á hliðarlínunni í dag.
Carlo Ancelotti var pirraður á hliðarlínunni í dag. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með framlag sinna leikmanna í 3:0-tapi á útivelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Hugarástand liðsins var óásættanlegt, þetta var erfiður dagur og frammistaðan afar slök,“ sagði Ítalinn í viðtali við BBC strax að leik loknum en vonir Everton um Evrópusæti eru nánast orðnar að engu eftir tapið.

„Ég vil ekki vera með neinar afsakanir. Ég tala við leikmennina og við þurfum núna að leggja harðar að okkur og breyta hugarfarinu.“

mbl.is