Hjólhestaspyrnumark eftir fyrirgjöf Jóhanns (myndskeið)

Jó­hann Berg Guðmunds­son lagði upp fyrsta mark Burnley í mik­il­væg­um 2:0-sigri á Norwich á Carrow Road í Norwich í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Með sigr­in­um er Burnley enn í bar­átt­unni um Evr­óp­u­sæti. Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan.

Jó­hann Berg var í byrj­un­arliði Burnley og tek­inn af velli á 60. mín­útu en hann lagði upp glæsi­legt mark Chris Wood í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks. Jó­hann setti þá bolt­ann fyr­ir markið og Wood skoraði af stuttu færi úr hjól­hesta­spyrnu. Gest­irn­ir voru hins veg­ar orðnir níu á þess­um tíma­punkti en Em­iliano Bu­endía og Josip Drmic fengu báðir beint rautt spjald hjá gest­un­um í fyrri hálfleik.

Ben God­frey skoraði svo sjálfs­mark til að inn­sigla 2:0-sig­ur Burnley sem nú er með 54 stig í 9. sæt­inu, tveim­ur stig­um frá Wol­ves í 6. sæti sem gef­ur þátt­töku­rétti í Evr­ópu­deild­inni á næstu leiktíð. Norwich er á botn­in­um og nú þegar fallið úr deild­inni en tvær um­ferðir eru eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert