Tilboði Liverpool hafnað

Jamal Lewis
Jamal Lewis AFP

Tilboði Englandsmeistara Liverpool í bakvörðinn Jamal Lewis hefur verið hafnað en hann er samningsbundinn liði Norwich sem féll nýlega úr ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool bauð tíu milljónir punda í leikmanninn en honum er ætlað að berjast um vinstribakvarðarstöðu liðsins við Andy Robertson. Lew­is, sem er 22 ára, lék 28 leiki með Norwich sem endaði á botni úrvalsdeildarinnar. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

Norwich vill fá Yass­er Larouci frá Li­verpool í staðinn en Larouci er 19 ára gam­all og á eitt ár eft­ir af samn­ingi sín­um við Li­verpool. Hef­ur Larouci aðeins spilað tvo leiki með Li­verpool og vill færa sig um set. Sky Sports segir frá því að forráðamenn Liverpool ætli að bjóða aftur í Lewis og þá mögulega bjóða Larouci í skiptum.

mbl.is