„Ég vil vera áfram hjá Arsenal“

Alexandre Lacazette í leiknum í dag.
Alexandre Lacazette í leiknum í dag. AFP

Arsenal vann 3:0-sigur á Fulham á Craven Cottage í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á tímabilinu en þeir Alexandre Lacazette, Gabriel og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörkin.

Franski framherjinn Lacazette skoraði fyrsta markið og strax að leik loknum staðfesti hann í viðtali við BT Sport að hann vildi vera áfram hjá Lundúnaliðinu. „Ég er gríðarlega ánægður hérna, það eru bara fjölmiðlar sem halda því fram að ég vilji fara, en ég hef alltaf sagst ánægður hjá Arsenal,“ sagði Frakkinn og vísaði þar í orðróm þess efnis að hann væri á förum sem var á kreiki fyrr í sumar.

„Ég vil spila og vinna titla hérna,“ bætti hann við að lokum en áhugavert verður að sjá hvort Arsenal geti blandað sér í toppbaráttuna í vetur. Arsenal lauk keppni í átt­unda sæti á síðasta tíma­bili eft­ir erfiðan vet­ur en liðið varð ensk­ur bikar­meist­ari í síðasta mánuði og vann sig­ur gegn Li­verpool í leikn­um um sam­fé­lags­skjöld­inn um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert