Mögnuðustu vörslur helgarinnar (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór aftur af stað um helgina eftir stutt sumarfrí. Markverðirnir æfðu greinilega vel í fríinu því nokkrar glæsilegar markvörslur litu dagsins ljós. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fimm fallegustu markvörslurnar úr 1. umferðinni. Vincente Guaita gulltryggði Crystal Palace 1:0-sigur með vörslu gegn Southampton í blálokin og þá kom Illan Meslier hjá Leeds félaga sínum Pascal Struijk til bjargar með glæsilegri vörslu gegn Liverpool þegar Struijk var nálægt því að skora stórkostlegt sjálfsmark. 

Vörslurnar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en þær koma í eftirfarandi röð: 

  1. Bernd Leno fyrir Arsenal gegn Fulham.
  2. Vicente Guaita fyrir Crystal Palace gegn Southampton.
  3. Illan Meslier fyrir Leeds gegn Liverpool.
  4. Jordan Pickford fyrir Everton gegn Tottenham.
  5. Aaron Ramsdale fyrir Sheffield United gegn Wolves.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is