Meistararnir stóðust prófið

Thiago kemur afar vel inn í Liverpool-liðið.
Thiago kemur afar vel inn í Liverpool-liðið. AFP

Englandsmeistarar Liverpool stóðust fyrsta stóra prófið á nýju leiktíðinni er þeir heimsóttu gífurlega vel mannað lið Chelsea á Stamford Bridge í annarri umferð úrvalsdeildarinnar í gær. Liverpool vann 2:0-sigur, þökk sé tveimur mörkum Sadio Mané, og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Leikurinn fór rólega af stað, eins og oft vill gerast þegar stærstu liðin mætast snemma á mótinu; enginn vill tapa. Vendipunkturinn átti sér hins vegar stað í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar danski miðvörðurinn Andreas Christensen fékk beint rautt spjald fyrir að fella Mané þegar Senegalinn var að sleppa í gegn.

Meistararnir nýttu sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk áður en Jorginho brenndi af vítaspyrnu fyrir Chelsea undir lokin. Nýi leikmaður Liverpool, Thiago, kom inn á í hálfleik eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Evrópumeisturum Bayern München. Hann gaf að vísu vítið er hann braut á Timo Werner innan teigs en var annars frábær. Átti til að mynda fleiri sendingar á 45 mínútum en nokkur leikmaður Chelsea afrekaði á 90 mínútum. Það hefur enginn leikmaður gefið 75 sendingar á svo stuttum tíma síðan úrvalsdeildin hóf að halda utan um slíka tölfræði árið 2003. Það er alveg klárt að Spánverjinn styrkir lið sem nú þegar er gríðarlega sterkt og vel mannað.

Sjáðu greinina um enska boltann í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert