Allt undir á Anfield (myndskeið)

Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool á mánudaginn kemur.

Bæði lið hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.

Liverpool hefur unnið sigra gegn Leeds og Chelsea í fyrstu tveimur umferðunum á meðan Arsenal hefur lagt Fulham og West Ham að velli.

Á síðustu leiktíð vann Liverpool 3:1-sigur gegn Arsenal á Anfield í deildinni en Arsenal hafði betur þegar liðin mættust á Emirates-vellinum í júlí, 2:1.

„Þú þarft að stíga upp þegar að þú mætir Englandsmeisturunum, sérstaklega á þeirri eigin heimavelli,“ sagði knattspyrnusérfræðingurinn Andy Townsend meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn.

Leikur Liverpool og Arsenal og verður sýndur beint á Síminn Sport á mánudaginn kemur.

mbl.is