City að skipta á leikmönnum

Ruben Dias í leik með portúgalska landsliðinu.
Ruben Dias í leik með portúgalska landsliðinu. AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester City virðist vera að kaupa varnarmanninn Rúben Dias frá Benfica og þá gæti Nicolás Otamendi verð á leiðinni í hina áttina en Sky Sports segir frá þessu.

City hef­ur þegar keypt Nath­an Áke í glugg­an­um en knatt­spyrn­u­stjór­inn Pep Guar­di­ola vill þétta raðirn­ar í vörn­inni. Er City sagt vera að kaupa Dias á um 50 milljónir punda en Jorge Jesus, knattspyrnustjóri Benfica, sagði á blaðamannafundi í gær að Dias væri sennilega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Þá sagðist hann ólmur vilja fá Otamendi í staðinn en Argentínumaðurinn hefur verið úti í kuldanum hjá Manchester City undanfarið.

mbl.is