Fyrsti grannaslagurinn í 26 ár (myndskeið)

Sheffield United fær heimsókn frá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 11. Er um Jórvíkurskírisslag að ræða og þann fyrsta á milli liðanna í efstu deild síðan 1994. 

Leeds hefur farið ágætlega af stað í deild þeirra bestu eftir sextán ára fjarveru og er liðið með þrjú stig eftir tvo leiki. Sheffield United er hins vegar án stiga. 

Innslag um leikinn má í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is