Áfall fyrir Liverpool í nágrannaslagnum

Virgil van Dijk meiddist gegn Everton.
Virgil van Dijk meiddist gegn Everton. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður Englandsmeistara Liverpool, þurfti að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Liðin eigast nú við á Goodison Park í Liverpool og er staðan 1:0-fyrir Liverpool eftir fimmtán mínútna leik.

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir strax á 3. mínútu eftir laglega fyrirgjöf Andy Robertson.

Van Dijk lenti í samstuði við Jordan Pickford strax á 6. mínútu sem varð til þess að hann gat ekki haldið leik áfram.

Van Dijk hefur verið algjör lykilmaður í liði Liverpool síðan hann kom til félagsins í janúar 2018 en hann hefur varla misst úr leik í tvö ár.

Leikur Everton og Liverpool er í beinni textalýsingu á mbl.is og má nálgast lýsinguna með því að smella hér.

mbl.is