Lygilegar lokamínútur í nágrannaslagnum

Það var nóg af dramtík þegar Everton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinnni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í dag.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Jordan Henderson virtist hafa tryggt Liverpool sigur í uppbótartíma þegar VAR dæmdi mark hans af.

Sadio Mané kom Liverpool yfir strax á 3. mínútu þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi í teignum eftir frábæran undirbúning Andy Robertson.

Michael Keane jafnaði metin fyrir Everton um miðjan fyrri hálfleikinn eftir hornspyrnu Lucas Digne. Keane stökk hæst í teignum, átti skalla beint á markið, sem Adrián í marki Liverpool réð ekki við og staðan því 1:1 í hálfleik.

Mo Salah kom Liverpool yfir í annað sinn í leiknum á 72. mnínútu þegar hann þrumaði boltanum í fjærhornið úr miðjum vítateignum eftir að Yerri Mina mistókst að hreinsa frá marki.

Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin fyrir Everton með frábærum skalla, níu mínútum síðar, en framherjinn stökk hæst í teignum eftir fyrirgjöf Digne og lokatölur því 2:2.

Richarlison fékk svo að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir ljóta tæklingu og Everton-menn einum manni færri.

Liverpool náði að skora sigurmark þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma en eftir langan umhugsanarfrest dæmdi VAR markið af þar sem Sadio Mané, sem lagði upp markið, virtist vera rangstæður, í aðdragandanum.

Liverpool missti varnarmanninn Virgil van Dijk meiddan af velli strax á 11. mínútu leiksins og eftir hálftíma leik fór Seamus Coleman varnarmaður Everton sömu leið.

Everton er áfram í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki en Liverpool er í öðru sætinu með 10 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Everton 2:2 Liverpool opna loka
90. mín. Georginio Wijnaldum (Liverpool) kemur inn á
mbl.is