Stjóri Jóns Daða með veiruna

Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall.
Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gary Rowett knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins Millwall hefur verið greindur með kórónuveiruna og verður í einangrun í minnst tíu daga vegna þessa. 

Selfyssingurinn og landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall og verður hann því án knattspyrnustjóra sin á næstu æfingum og leikjum. 

Millwall mætir Barnsley á heimavelli á morgun, Preston á útivelli næsta miðvikudag og Huddersfield á heimavelli á laugardag eftir viku. Mun Rowett því að minnsta kosti missa af þremur leikjum. 

Millwall hefur farið ágætlega af stað í B-deildinni á leiktíðinni og er liðið í fimmta sæti með ellefu stig eftir sex leiki. 

mbl.is