Alltaf sömu spurningarnar

José Mourinho var ekki kátur eftir tapið í Belgíu.
José Mourinho var ekki kátur eftir tapið í Belgíu. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur eftir 1:0-tap liðsins gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í Belgíu í gær.

Lior Refaelov skoraði sigurmark leiksins á 29. mínútu eftir mistök í vörn Tottenham en Tottenham er með 3 stig í öðru sæti J-riðils eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni.

Margir leikmenn, sem hafa ekki átt fast sæti í liðinu á tímabilinu, fengu tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær og var stjórinn ómyrkur í máli í garð þeirra eftir leikinn.

„Ég vil ekki taka ákveðna leikmenn fyrir og gagnrýna þá,“ sagði Mourinho.

„Það sem ég get sagt er að leikmenn sem spila illa hafa áhrif á allt liðið en frammistaða liðsins hefur líka áhrif á frammistöðu leikmanna.

Ég ætla ekki að nefna nöfn, þið fjölmiðlamenn getið séð um það.

Þið spyrjið mig endalaust sömu spurninganna, af hverju þessi sé ekki að spila og af hverju þessi fái aldrei tækifæri.

Núna þurfuð þið kannski ekki að spyrja mig aftur í einhvern tíma því þið vitið svarið,“ bætti stjórinn við.

mbl.is