Everton-liðið vængbrotið

Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. AFP

Kólumbíumaðurinn James Rodriguez leikur ekki með Everton þegar liðið heimsækir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Hefur hann leikið virkilega vel með Everton í upphafi tímabilsins og blásið lífi í sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að James væri ekki leikfær vegna meiðsla. 

Everton liðið verður vængbrotið því hér er ekki öll sagan sögð. Fyrirliðinn Seamus Coleman er einnig frá vegna meiðsla. 

Ofan á það bætist að Richarlison og Lucas Digne eru í leikbanni. 

Mikilvægi Richarlison í sókninni liggur ljóst fyrir. James Rodriguez hefur átt þátt í mörgum mörkum. Digne er skapandi og Coleman hefur átt stoðsendingu á tímabilinu. 

Staðarmiðillinn Liverpool Echo hefur áhyggjur af sóknarleik lilðsins á móti Newcastle og bendir á að á meðal leikfærra leikmanna á sunnudaginn hafi átt stoðsendingu á tímabilinu: Gylfi Þór Sigurðsson, Abdoulaye Doucoure og Alex Iwobi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert