Óánægður hjá Arsenal

Nicolas Pépé í leik með Arsenal í Evrópudeildinni í síðasta …
Nicolas Pépé í leik með Arsenal í Evrópudeildinni í síðasta mánuði. AFP

Nicolas Pépé, sóknarmaður Arsenal, er ósáttur við spiltíma sinn hjá Lundúnaliðinu en hann hefur lítið komið við sögu í leikjum liðsins á tímabilinu þrátt fyrir að vera dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

„Leikmaður sem fær að spila er ánægður. Ég myndi vilja spila aðeins meira og finna gleðina aftur,“ sagði Pépé í viðtali við Canal Plus í Frakklandi en Fílbeinsstrendingurinn hefur þurft að sitja mikið á varamannabekknum undanfarið.

Pépé hefur skorað 11 mörk í 54 leikjum síðan hann var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Lille í Frakklandi 2019. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum Arsenal á yfirstandandi leiktíð og skorað eitt mark.

mbl.is