Liverpool setti ótrúlegt félagsmet

Liverpool tapar ekki heimaleikjum.
Liverpool tapar ekki heimaleikjum. AFP

Englandsmeistarar Liverpool settu ótrúlegt félagsmet er þeir unnu 3:0-sigur á Leicester á Anfield í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Liverpool hefur nú ekki tapað í síðustu 64 heimaleikjum sínum í deildinni en aldrei áður hefur liðinu tekist að eiga aðra eins sigurgöngu. Lærisveinar Jürgen Klopp hafa unnið 53 af þessum leikjum og gert 11 jafntefli en liðið tapaði síðast á Anfield í apríl árið 2017. Liverpool hefur skorað 169 mörk á þessu tímabili og fengið á sig 42.

Áður hafði liðið verið ósigrað í 63 leikjum á árunum 1978 til 1981 undir stjórn Bob Paisley.

mbl.is