Leikmaður Wolves höfuðkúpubrotnaði

Raul Jímenéz liggur óvígur eftir í gær.
Raul Jímenéz liggur óvígur eftir í gær. AFP

Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Raul Jímenéz er á batavegi eftir að hann höfuðkúpubrotnaði í leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jímenéz lenti í harkalegu samstuði við David Luiz leikmann Arsenal og missti meðvitund.

Var hann borinn af velli og keyrður upp á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Luiz kom betur út úr samstuðinu og lék áfram, en Jímenéz komst aftur til meðvitundar á sjúkrahúsi.

Jímenéz gæti verið lengi frá keppni vegna árekstursins en í yfirlýsingu Wolves er fólk beðið um að sýna þolinmæði áður en frekari upplýsingar berast af líðan Mexíkóans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert