Vill taka við enska landsliðinu

Lucy Bronze í leik með Manchester City.
Lucy Bronze í leik með Manchester City. AFP

Lucy Bronze, ein besta knattspyrnukona í heimi, vill þjálfa enska landsliðið þegar hún leggur skóna á hilluna. Bronze, sem er 29 ára, leikur með Manchester City. Bronze varð í þrígang Evrópumeistari með Lyon áður en hún hélt aftur heim til Englands.

„Ég hef gaman að því að stjórna. Ég nýt þess að vera fyrirliði og vonandi er langt í að ég hætti að spila, en ég væri til í að þjálfa England einn daginn og vinna á hliðarlínunni,“ sagði Bronze við Talksport.

Bronze verður í eldlínunni á EM árið 2022 þegar England verður á heimavelli en Ísland tryggði sér í gær sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert