Eiður: Mín eina ósk að Aubameyang hefði skorað

Arsenal hefur verið að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann sinn þriðja leik í deildinni í röð gegn WBA um helgina.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Arsenal en eftir afar dapurt gengi liðsins í upphafi tímabils er Arsenal nú komið í ellefta sæti deildarinnar eftir að hafa verið nálægt fallsvæðinu í upphafi tímabils.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, ræddi gengi liðsins í Vellinum við sérfræðinga þáttarins, þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Einarsson.

„Þeir eiga bestu leikmennina inni eins og Aubameyang,“ sagði Gylfi.

„Það eru ungu strákarnir sem hafa borið þetta uppi núna í þessum sigurleikjum og vonandi fyllir það stuðningsmenn Arsenal bjartsýni,“ bætti Gylfi við.

„Það var geggjað að Lacazette skyldi ná inn tveimur mörkum en ef ég væri Mikel Arteta hefði mína eina ósk verið sú að Aubameyang myndi skora,“ bætti Eiður Smári við.

mbl.is