Eiður um Liverpool: Þeir eru mannlegir

Englandsmeistarar Liverpool eru nú búnir að tapa þremur deildarleikjum í röð eftir að liðið laut í lægra haldi gegn Leicester á laugardaginn í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 3:1. Slæmt gengi Liverpool var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Undanfarin ár hafa margir leikmanna Liverpool spilað manna mest í efstu deild á Englandi og velti Tómas Þór Þórðarson því fyrir sér hvort meistararnir séu ekki einfaldlega bara þreyttari en önnur lið.

„Þeir eru mannlegir,“ svaraði Eiður Smári Guðjohnsen. „Það er spurning hvort Klopp hefði átt að hugsa lengra fram í tímann og fylgjast með mínútum leikmanna, svo að margir leikmenn séu ekki með sama lága orkustigið á sama tíma.“ Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is