Henderson frá í nokkrar vikur?

Jordan Henderson gengur af velli í leiknum við Everton.
Jordan Henderson gengur af velli í leiknum við Everton. AFP

Útlit er fyrir að Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, missi af næstu leikjum eftir að hafa farið meiddur af velli í tapleiknum gegn Everton á laugardaginn.

Henderson tognaði í nára og samkvæmt enskum fjölmiðlum er talin hætta á að hann verði frá keppni fram í apríl. Þegar sé allavega ljóst að hann missi af seinni leiknum gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 10. mars. Liverpool hefur ekki staðfest neitt varðandi meiðslin enn sem komið er.

mbl.is