City með 15 stiga forskot

Jonny Otto og Riyad Mahrez eigast við í kvöld.
Jonny Otto og Riyad Mahrez eigast við í kvöld. AFP

Manchester City vann sinn 21. sigur í röð í öllum keppnum er liðið vann 4:1-sigur á Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

City byrjaði miklu betur og komst verðskuldað yfir eftir 12 mínútna leik þegar Leander Dendoncker skoraði sjálfsmark. Aymeric Laporte skoraði rétt fyrir leikhlé en markið stóð ekki vegna rangstöðu og var staðan í hálfleik því 1:0.

Wolves jafnaði á 61. mínútu með sínu fyrsta skoti á markið. Conor Coady skallaði þá í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Joao Moutinho. Mikil seigla er í City-liðinu og framherjinn Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið á 80. mínútu með föstu skoti úr teignum.

City gulltryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Fyrst skoraði Riyad Mahrez með skoti úr teignum eftir vandræðagang í vörn Wolves. Jesus bætti svo við fjórða markinu er hann tók frákastið eftir markvörslu frá Rui Patrício og þar við sat.

City er nú með 15 stiga forskot á granna sína í Manchester United á toppi deildarinnar. Wolves er í 12. sæti með 34 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 4:1 Wolves opna loka
90. mín. Rúben Neves (Wolves) fer af velli
mbl.is