Mörkin: Dramatískar lokamínútur

Mikil dramatík var á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Newcastle og Aston Villa mættust. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli þar sem mörkin létu bíða eftir sér.

Þau komu þó, gestirnir í Aston Villa héldu væntanlega að stigin þrjú væru í höfn þegar þeir náðu forystunni um fjórum mínútum fyrir leikslok en heimamenn kreistu fram jöfnunarmark í blálok uppbótartímans. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is