Mörkin komu á lokamínútunum

Heimamenn fagna jöfnunarmarki sínu í Newcastle í kvöld.
Heimamenn fagna jöfnunarmarki sínu í Newcastle í kvöld. AFP

Mörkin létu bíða eftir sér er Newcastle tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en bæði mörkin komu á lokamínútunum.

Newcastle vinnur hörðum höndum við að spyrna sér frá fallbaráttunni og Aston Villa á enn veika von um að halda sér í baráttunni um Evrópusæti. Því voru úrslit kvöldsins æskileg fyrir hvorugt lið. Gestirnir virtust þó ætla að hirða stigin þrjú þegar Ciaran Clark skoraði sjálfsmark á 86. mínútu.

Það var hins vegar fyrirliði heimamanna, Jamaal Lascelles, sem kreisti fram jöfnunarmark og jafnframt tryggði þeim stig á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði með skalla. Newcastle er í 16. sæti með 28 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa er í 9. sæti með 41 stig, sjö stigum frá West Ham í 5. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert