Þessum slag má ekki tapa (myndskeið)

„Það er eitthvað við Norður-Lundúnaslaginn og kraftinn sem fylgir honum, jafnvel þó það sé langt síðan ég hætti þá finn ég fyrir honum,“ sagði Ian Wright, sem lék með Arsenal um árabil og er vel kunnugur mikilvægi þess að vinna Tottenham þegar nágrannaliðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Wright skoraði sjálf­ur fimm mörk í 10 leikj­um í Norður-Lund­úna­slagn­um í ensku úr­vals­deild­inni en Totten­ham hef­ur haft und­ir­tök­in í viður­eign­inni und­an­far­in ár þar sem liðið hef­ur unnið tvo síðustu leiki í ensku úr­vals­deild­inni.

„Arsenal er á betri stað núna, hugarfarið er gott og liðið er á þeim stað að geta spilað vel og skapað færi til að skora mörk.“

Liðin mæt­ast í dag kl. 16.30 og verður leik­ur­inn, sem fer fram á Emira­tes-velli Arsenal, sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst klukk­an 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert