Hélt hreinu í níunda sinn á leiktíðinni

Jökull Andrésson er að spila vel með Exeter.
Jökull Andrésson er að spila vel með Exeter. Ljósmynd/Exeter

Markvörðurinn Jökull Andrésson hélt hreinu í níunda skipti á leiktíðinni er hann stóð á milli stanganna hjá Exeter í markalausu jafntefli gegn Mansfield í ensku D-deildinni í fótbolta í dag.

Jökull, sem er að láni frá Reading, hefur leikið vel á leiktíðinni, bæði með Exeter og Morecambe í sömu deild.

Exeter er í áttunda sæti með 56 stig og í hörðum slag um sæti í umspili um sæti í C-deildinni.

mbl.is