Ótrúleg endurkoma í átta marka leik (myndskeið)

Leikur Tottenham Hotspur og Manchester United tímabilið 2001/2002 í ensku úrvalsdeildinni er ein af eftirminnilegustu viðureignum í sögu deildarinnar.

Leikurinn fór fram í byrjun tímabilsins á White Hart Lane, þáverandi heimavelli Tottenham, og var útlitið ansi hreint dökkt í hálfleik fyrir Man Utd, enda 0:3 undir.

Á einhvern ótrúlegan hátt sneri Man Utd taflinu við og vann að lokum 5:3 sigur.

Átta marka veisluna má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tottenham tekur á móti Man Utd í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 15.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert