Gylfi búinn að skora gegn Tottenham

Gylfi skorar úr vítaspyrnunni.
Gylfi skorar úr vítaspyrnunni. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora gegn sínu gamla liði Tottenham Hotspur en liðin eigast nú við á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Gylfi skoraði úr vítaspyrnu á 31. mínútu og jafnaði leikinn 1:1 en Harry Kane hafði komið Tottenham yfir. 

Brotið var á James Rodriugez eftir sendingu frá Gylfa. 

Gylfi í baráttunni í leiknum í kvöld.
Gylfi í baráttunni í leiknum í kvöld. AFP
mbl.is