Framtíðin hjá Chelsea óljós

Antonio Rüdiger.
Antonio Rüdiger. AFP

Framtíð þýska knattspyrnumannsins Antonio Rüdiger hjá Evrópumeisturum Chelsea er óljós en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan samning.

Rüdiger lék 34 leiki með Chelsea á nýliðinni leiktíðinni og hélt liðið hreinu í 22 þeirra. Hann lék vel í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn var er Chelsea tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.

Sky Sports segir Tottenham, PSG og AC Milan öll hafa áhuga á varnarmanninum þýska sem kom til Chelsea frá Roma árið 2017.

mbl.is