Sex meistarar í liði ársins

Manchester City á sex fulltrúa í liði ársins í ensku …
Manchester City á sex fulltrúa í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Englandsmeistarar Manchester City eiga sex fulltrúa í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið var opinberað í dag. 

Ederson, markvörður City, er í markinu, og þá eru þeir Joao Cancelo, John Stones og Rúben Dias allir í vörninni ásamt Luke Shaw, bakverði Manchester United.

Kevin De Bruyne og Ilkay Gündogan, miðjumenn City, eru á miðjunni ásamt Bruno Fernandes.

Þá skipa þeir Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, og Harry Kane og Son Heung Min, sóknarmenn Tottenham, framlínu liðsins.

Rúben Dias var útnefndur besti leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í morgun og Pep Guardiola útnefndur stjóri ársins.

mbl.is